My Cart
No products in the cart.
Karfan mín
No products in the cart.
My Cart
No products in the cart.
Karfan mín
No products in the cart.

Útikerti – Slate green – Large

Útikertin frá Mon Dada eru hágæða 100% náttúruleg kerti þar sem kertavaxið er blanda af soja- og kókoshnetuvaxi. Vaxið þolir 60°C hita og aflagast því ekki í sól. Vasinn sem umlykur vaxið er handgerður úr steypu sem gerir hvert og eitt kerti einstakt í lögun, lit og stærð. Heiti kertis fer eftir litaáferð steypupottar. Kertið skal nota utandyra og ekki þarf að klippa af kveikiþræðinum fyrir notkun. Við mælum með að láta kertavaxið bráðna að brúnum vasans – sérstaklega þegar kveikt er á kertinu í fyrsta sinn. Tilvalið er að endurnýta kertavasann sem blómapott þegar kertið hefur klárast. Vasinn er ekki frostþolinn.

Hæð 20 cm, þvermál 22 cm, þyngd 7,5 kg.

Brennslutími er um 90 klukkustundir.

21.900kr.

Á lager

Útikertin frá Mon Dada eru fáanleg í mismunandi stærðum og gerðum. Brennslutími fer eftir stærð kertis og er frá 6o klukkustundum upp í 200 klukkustundir. Tilvalið er að endurnýta kertavasann sem blómapott. Mon Dada er belgískt fyrirtæki sem var stofnað árið 2019 þegar Pauline D’Haenens hóf að handsteypa kertakrukkur í íbúð sinni í New York. Hún flutti svo heim til Belgíu og opnaði kertagerð í bílskúr foreldra sinna og ekki leið á löngu þar til móðir hennar gekk til liðs við Mon Dada. Í dag er fyrirtækið rekið af sjö konum sem sinna umhverfisvænni kertaframleiðslu.      

Þér gæti einnig líkað

OUTURBCANSMAG

Útikerti – Urban Grey – lítið

12.500kr.

BOLCANMUS_CU (1)

Bold Mustard ilmkerti – Desire Sky ilmur

18.500kr.

URBCANLARMUS_CU (1)

Urban Mustard ilmkerti – Stórt – Desire Sky ilmur

21.900kr.

Hazel stórt

Urban Hazel ilmkerti – Stórt – Down to earth ilmur

21.900kr.