PH 5 mini loftljósið frá Louis Poulsen var hannað af Poul Henningsen árið 1958. Ljósið er þriggja skerma og gefur frá sér einstaka birtu. Þetta einstaka ljós er löngu orðið heimsþekkt hönnunartákn og setur fallegan svip á rýmið sem það tilheyrir. PH 5 mini loftljósið er fáanlegt í mörgum litum.