PH 5 loftljósið frá Louis Poulsen var hannað af Poul Henningsen árið 1958. Ljósið er þriggja skerma og gefur frá sér einstaka birtu. Talan fimm í heiti ljóssins merkir að stærsti skermurinn er 50 sentimetrar í þvermál. PH 5 ljósið er hannað til þess að hanga fyrir ofan borð og gefa góða en jafnframt mjúka birtu. Þetta einstaka ljós er löngu orðið heimsþekkt hönnunartákn og setur fallegan svip á rýmið sem það tilheyrir. PH 5 loftljósið er fáanlegt mörgum litum.