Stífi DUX Superior koddinn er vandaður dúnkoddi með stífri fyllingu. Hann er gerður úr 90% óblönduðum hvítum gæsadún frá Evrópu og 10% smáfiður. DUX notar dún í hæsta gæðaflokki og leggur áherslu á framúrskarandi frágang og hönnun. Ytra byrði koddans er með tvöfaldri bryddingu. Koddinn er fáanlegur í nokkrum stærðum. Hann er Oeko-Tex 100 vottaður og stenst því strangar kröfur hvað varðar umhverfisvernd og inniheldur engin óholl eða skaðleg efni.
Stífi DUX Superior koddinn er til í öðrum stærðum í verslun okkar Ármúla 17. Verðið hér fyrir neðan miðast við kodda í hefðbundinni stærð 50×70 cm.