Ítalski hönnuðurinn Gio Ponti hannaði D.154.2 stólinn upphaflega fyrir einbýlishús tveggja listsafnara á árunum 1953-57. Hönnunin endurspeglaði þær hugmyndir sem hann hafði fengið í ferðum sínum til Rómönsku Ameríku nokkrum árum áður. Stóllinn hefur hlotið fjölmörg verðlaun og þykir einstaklega formfagur. Hægt er að fá D.154.2 í fjölda áklæða.
Þú getur fengið verðtilboð í D.154.2 stól sem er sérsniðinn að þínum draumum með því að senda fyrirspurn á verona@verona.is eða líta við í verslun okkar Verona í Ármúla 17.