Barnakoddinn frá Georg Jensen Damask er fylltur með evrópskum hvítum gæsadún í hæsta gæðaflokki. Loftkenndur dúnn tryggir góða loftun sem viðheldur þægilegu hitastigi alla nóttina. Mjúkur og þægilegur koddi sem hentar vel fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina. Ytra byrði er Percale-ofið úr mjúku bómullargarni sem gefur slétta áferð. Þyngd um 40 grömm. Koddinn kemur í fallegum gjafapoka.
Oeko-Tex 100 vottun fyrir strangar kröfur um umhverfisvernd. Vottun um að varan innihaldi engin óholl eða skaðleg efni.
Downpass vottun tryggir að dúnn og fiður hafi verið tínd á ábyrgan hátt og séu hluti af rekanlegri keðju.
Nomite vottun fyrir rykofnæmi.
Koddann má þvo við 60°C og setja í þurrkara.