AJ Oxford borðlampinn frá Louis Poulsen var hannaður af Arne Jacobsen í kringum 1963. Lampaskermurinn er úr munnblásnu opal gleri sem býr til hlýja og fallega birtu. Einkennandi form lampans og það hvernig snúran er leidd á látlausan hátt í gegnum lampastöngina gefur AJ Oxford klassískt en jafnframt einkennandi útlit.
Hægt er að fá AJ Oxford lampann í tveimur stærðum. Skerminn má fá með eða án svartrar málmhlífar á glerinu auk þess sem hægt er að fá stærri gerð lampans með svokallaðri pinnafestingu, en þá festist lampinn í borð í staðinn fyrir að standa á fæti.Arne Jacobsen hannaði AJ Oxford borðlampann upphaflega fyrir St Catherine´s háskólann í Oxford en lamparnir lýstu upp tignarlegt eikarborð í matsal skólabyggingarinnar þar sem 350 manns gátu setið til borðs.
Verð frá 112.000 kr.
Hafið samband við verslun okkar í Ármúla 17 eða á verona@verona.is
Mánudaga til föstudaga
kl. 11-17
Laugardaga
Opið 11-14 fram að jólum
Sími: 5811400
Copyright © 2023 Verona I KASA vefhönnun