Almennir skilmálar
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér skilmála Verona áður en þeir versla á verona.is, sérpanta eða kaupa vöru í verslun okkar Ármúla 17, 108 Reykjavík. Verona áskilur sér jafnframt rétt til að breyta reglum og skilmálum þessum án fyrirvara.
Pantanir í netverslun
Verona tekur við netpöntun þegar greiðsla hefur borist og þá berst kaupanda staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum. Allar upplýsingar á verona.is eru birt með fyrirvara um villur þ.m.t. birgðastaða, myndir og verð. Verona áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, breyta verði eða afhendingartíma sem og hætta sölu á vöru fyrirvaralaust.
Sérpantanir
Við tökum að okkur að sérpanta vörur frá þeim merkjum sem við seljum. Fyrirspurnir varðandi sérpantanir skal senda á verona@verona.is eða fá í verslun okkar Ármúla 17, Reykjavík. Afhendingartími sérpantana er mismunandi eftir vörumerkjum og getur tekið allt að 16 vikur. Farið er fram á 50% innborgun þegar vara er sérpöntuð, greiða skal eftirstöðvar þegar vara er afhent. Athugið að ekki er hægt að skila vörum sem eru sérpantaðar auk þess sem ekki er hægt að skila DUX rúmum og DUX yfirdýnum.
Verð
Verð og upplýsingar á vefsvæði verona.is eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttar- og myndvillur. Verona áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga. Athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.
Sendingar
Afgreiðslutími netpantana
Þegar viðskiptavinur verslar í vefverslun verona er hægt að velja á milli þess að sækja vöru í verslun eða fá pöntun senda. Afhendingartími netpantana er að jafnaði 1-5 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Sendingartími er þó mismunandi eftir því hvar viðskiptavinur býr auk þess sem afhendingartími getur verið lengri á álagstímum.
Þegar vara er send til kaupanda með Dropp ehf. fær viðkomandi tilkynningar í tölvupósti og/eða með textaskilaboðum með upplýsingum sem varða sendingarnar, svo sem upplýsingum um hvar og hvenær sending viðskiptavinar er tilbúin til afhendingar, QR kóða sem viðskiptavinur notar til þess að nálgast sendingu í drophólf. Þegar vörur eru sendar með Dropp ehf. gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspóst um afhendingu vörunnar. Verona ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
Sendinarkostnaður
Sendingarkostnaður netpantana bætist við pöntunina áður en greiðsla fer fram. Hægt er að velja um sendingu á næsta Droppstað eða heimsendingu. Verðskrá Dropp má nálgast hér https://www.dropp.is/verdskra Sendingarkostaður fellur niður ef verslað er fyrir 30.000 krónur eða meira.
Hægt er að óska eftir heimakstri gegn akstursgjaldi á stærri húsgöngnum sem keypt eru í verslun okkar. Rúm og rúmgaflar eru keyrðir heim til viðskiptavina án endurgjalds á höfuðborgarsvæðinu. Athugið að þessum vörum er ekki hægt að skila.
Hafið samband við verona@verona.is fyrir frekari upplýsingar um heimkeyrslu utan höfuðborgarsvæðis og fyrir önnur húsgögn og brothættar vörur.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Hægt er að skila vöru sem keypt er í netverslun innan 14 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé óskemmd, ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Kvittun fyrir kaupum þarf að fylgja. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur hafi varan verið send. Athugið að ofangreindur skilaréttur á ekki við DUX rúm, DUX rúmgafla og DUX yfirdýnur. Auk þess er ekki hægt að skila vörum sem eru sérpantaðar.
Útsöluvöru er hvorki hægt að skila né skipta.
Ef lagerstaða vörunnar var ekki rétt þegar pöntun fór fram og varan er uppseld fær viðskiptavinur endurgreitt sjái hann sér ekki fært að bíða eftir næstu sendingu.
Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða fyrir vöru í netverslun með kreditkorti og netgíró. Í Verslun okkar bætast við tveir aðrir greiðslumöguleikar; krafa í heimabanka eða millifærsla á reikning Verona.
Þú getur greitt fyrir vöruna með kreditkorti í gegnum öruggar greiðslugáttir.
Þú getur greitt fyrir vöru með netgíró. Netgíró bíður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hér https://www.netgiro.is/nyskraning/ Þegar þú greiðir með netgíró þarftu að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem þarf a greiða innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig getur viðskiptavinur valið að greiða með raðgreiðslum og þá býður netgíró uppá að dreifa greiðslum á 2-13 mánuði.
Þú getur greitt með millifærslu. Þá færðu sendar upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu Verona. Pöntun er samþykkt um leið og millifærsla hefur verið framkvæmd. Athugið að ef viðskiptavinur hefur fengið tilboð í vöru gildir tilboðið í 10 daga. Þegar tilboð er runnið út getur verð vörunnar verið hærra og sé millifærsla framkvæmd eftir tilboðstímann áskilur Verona sér þann rétt að hætta við pöntunina og endurgreiða viðskiptavini.
Þegar greitt er með millifærslu skal alltaf senda kvittun úr heimabanka á verona@verona.is með pöntunarnúmeri í skýringu.
Þú getur óskað eftir því að fá stofnaða kröfu í heimabankanum þínum.
Persónuupplýsingar og vafrakökur
Þegar þú verslar á verona.is verða til upplýsingar um kaupin. Við heitum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þú gefur upp í tengslum við viðskiptin og afhendum þær upplýsingar ekki til þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Með því að heimsækja verona.is lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og vafrakökur.
Verona nýtir persónupplýsingar til þess að greina enn betur þarfir viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Með þeim hætti getum við ákveðið hvaða vörur eiga að vera sýnilegar í vefverslun og hvaða efni sé árangursríkast að miðla áfram til viðskiptavina í markaðslegum tilgangi.
Ef þú gefur upp netfangið þitt ferðu sjálfkrafa á póstlista Verona. Nest á öllum markpósti er hnappur ,,afskrá af póstlista” sem fjarlægir netfangið þitt ef þú kærir þig ekki um slíka pósta.
Við notum vafrakökur meðal annars til að greina á milli notenda og skilja hvernig notendur vilja nota vefsvæði okkar. Vafrakaka er lítl skrá sem hleðst inn í vafra þegar notandi fer á vefsvæð. Vafrakökur eru textaskrár sem vafrar vista á tölvum netenda að beiðni vefþjóna. Sumar vafrakökurnar eru tímabundnar og eyðast út þegar notandinn fer af vefsvæðinu en aðrar haldast lengur inni. Nánari upplýsingar um vafrakökur má finna á www.allaboutcookies.org. Ef þú vilt ekki nota vafrakökur getur þú breytt stillingum í vafranum þínum. Verona notar Google Analytics og Facebook Pixel til vefmælinga. Við notum þessar upplýsingar til að bæta vefsíðu Verona og markaðsherferðir.
Við leggjum áherslu á að tryggja öryggi upplýsinga þegar keyptar eru vörur í gegnum vefsíðuna verona.is. Vefurinn notast við SSL skilríki sem þýðir að öll samskipti milli vafra notanda og vefþjóns eru dulkóðuð sem gerir gagnaflutning öruggari. SSL skilríki varna því að þriðji aðili komist yfir gögn.