My Cart
No products in the cart.
Karfan mín
No products in the cart.

 Dux-Gormakerfi
 OEKO-Tex
 Nátturulegur efniviður 
 Þrautreynd tækni
Mjóbaksstuðningur

Breidd Lengd
80cm 200cm
90cm 200cm
90cm 210cm
90cm 220cm
105cm 200cm
105cm 210cm
105cm 220cm
120cm 200cm
120cm 210cm
120cm 220cm
140cm 200cm
140cm 210cm
140cm 220cm
160cm 200cm
160cm 210cm
160cm 220cm
180cm 200cm
180cm 210cm
180cm 220cm
210cm 200cm
210cm 210cm
210cm 220cm

Sænsk fura, hágæða bómull, náttúrulegt latex og sænskt stál.

DUX 8008

DUX 8008 er háþróaðasta rúmið okkar og býr yfir auknu úrvali af sérstillingum. Þú getur aukið stuðning við mjóbakið með því að snúa lítilli sveif á enda rúmsins. Auk þess er hið háþróaða Pascal-kerfi í rúminu sem gerir þér kleift að sérstilla þrjú þægindasvæði í rúminu. Í hjónarúmum tryggir það vellíðan ykkar beggja því þarfir einstaklinga geta verið ólíkar þegar kemur að stífleika og stuðningi. Hægt er að lesa meira um Pascal-kerfið okkar hér


Hægt er að fá rúmið í í mismunandi stærðum og tveimur stífleikum; millistíft og stíft. Þú getur fengið verðtilboð í rúm sem er sérsniðið að þínum þörfum með því að senda póst á verona@verona.is eða líta við í verslun okkar Verona í Ármúla 17. Þetta rúm þarf oftast að sérpanta.

Verð frá: 2.155.000 kr

Athugið að verðið miðast við stærð 160×200 cm 

Háþróað gormakerfi

Gormakerfið í 8008 DUX rúminu er tvöfalt. Bilið umhverfis gormana tryggir rétta loftun og flytur líkamshita úr dýnunni. Gormarnir missa ekki fjöðrun með tímanum og því þarftu aldrei að snúa DUX-dýnunni við. Framsækið gormakerfi DUX stillir sig eftir þyngd og útlínum líkamans. Kerfið hreyfist með þér, veitir góðan stuðning og tryggir fullnægjandi blóðflæði á meðan vöðvarnir slaka á.

Umhverfisvæn gæðarúm

DUX rúmin eru Oeko-Tex 100 vottuð. Þau standast því strangar kröfur hvað varðar umhverfisvernd og innihalda engin óholl eða skaðleg efni. DUX rúmin eru smíðuð úr fyrsta flokks efni sem tryggir góða endingu. Auk þess gerir framsækin hönnun rúmsins þér kleift að breyta og uppfæra rúmið þegar árin líða. Þannig getur eitt rúm enst sérhverjum einstaklingi út lífið.

DUX rúmin eru afrakstur rannsókna og prófana síðustu 97 ára og hönnuð til veita þér bestu mögulegu hvíld og endurheimt.

Lengd Breidd
80cm 200cm
90cm 200cm
90cm 210cm
90cm 220cm
105cm 200cm
105cm 210cm
105cm 220cm
120cm 200cm
120cm 210cm
120cm 220cm
140cm 200cm
140cm 210cm
140cm 220cm
160cm 200cm
160cm 210cm
160cm 220cm
180cm 200cm
180cm 210cm
180cm 220cm
210cm 200cm
210cm 210cm
210cm 220cm
Lengd Breidd