Lökin frá DUX eru úr hágæða 100% kembdri bómull. Lökin eru satínofin sem bætir gljáa og mýkt í efnið. Lökin eru með teygju og passa því fullkomlega á yfirdýnu DUX rúmanna. Ekki þarf að þvo lakið fyrir fyrstu notkun.
300 þræðir. Má þvo við 60°C.
Hægt er að fá DUX lökin í fjölmörgum stærðum. Fyrir aðrar stærðir en hér fyrir neðan vinsamlegast hafið samband við verslun okkar Ármúla 17.