Sateen stitch rúmfötin eru unnin úr satínofinni, hágæða 100% egypskri bómull sem bætir gljáa og mýkt í efnið og veitir silkimjúka tilfinningu. Stunginn kantur rammar rúmfötin fallega inn. Sateen stitch koma í setti, eitt sængurver sem er með fíngerðum rennilás og eitt koddaver með umslagslokun. Settið má þvo við 60°. Rúmfötin eru framleidd í Portúgal.
Sænguverið er 140×200 og koddaverið 50x70cm. Hægt er að fá sængurverið í öðrum stærðum í verslun okkar Ármúla 17.
Þræðir: 600