Alicia sófinn frá DUX er rúmgóður og nútímalegur sófi með ítölsku yfirbragði og sænskum þægindum. Alicia er skemmtileg sófalausn sem býður upp á ýmsar samsetningar, stærðir og útfærslur. Hægt er að velja um marmara- eða viðarborð á milli sætiseininga eða á enda sófans. Bakið er bogalaga og setur fallegan mjúkan svip á annars fremur formfasta hönnun. Fæturnir skerpa enn á heildaryfirbragðinu.
Alicia sófinn er með DUX gormakerfi í sessum sem gerir hann einstaklega þægilegan og endingargóðan. Hægt er að taka áklæðið af sætisbaki og sessum. Baksessur eru með fyllingu úr dún og fjöðrum. Sætissessur eru með fyllingu úr dún, fjöðrum og pólýeter. Sófagrindin er úr sænskri furu.
Alicia sófinn fæst í mörgum litum og ýmsum tauáklæðum eða leðri. Eingöngu eru notuð fyrsta flokks efni í öllum verðflokkum. DUX velur af kostgæfni leður- og tauáklæði sem eru vönduð, endast lengi og eru framleidd á sjálfbæran hátt.
Þú getur fengið verðtilboð í Alicia sófa sem er sérsniðinn að þínum draumum með því að senda fyrirspurn á verona@verona.is eða líta við í verslun okkar Verona í Ármúla 17.
Þessi vara er sérpöntun.
Mánudaga til föstudaga
kl. 11-17
Laugardaga
Opið 11-14 fram að jólum
Sími: 5811400
Copyright © 2023 Verona I KASA vefhönnun