Ætiþistillinn, stundum kallaður Köngullinn, var hannaður af Poul Henningsen árið 1958. Köngullinn gefur frá sér einstaklega notalega birtu en ljósið samanstendur af 72 blöðum sem raðast í 12 raðir. Einstök hönnun Köngulsins tryggir lýsingu án alls glampa, sama frá hvaða sjónarhorni ljósið er skoðað. Poul Henningsen hannaði ljósið upphaflega fyrir Langelinie Pavilion veitingastaðinn í Kaupmannahöfn en í dag er Köngullinn löngu orðinn heimsþekkt hönnunartákn. Ljósið er fáanlegt í fjölmörgum efnisútfærslum og fjórum stærðum.
Þvermálsstærðir: 480 mm, 600 mm 720 mm 840 mm
Ljósgjafi: LED 3000-1800K D2W 41W eða 1x100W E27.
Stýring: Dimmer eða þráðlaust Bluetooth.
Athugið að verð er mismunandi eftir stærð og tegund ljósins. Verðið hér fyrir neðan miðast við ódýrustu útfærslu ljóssins. Sendið póst á verona@verona.is til að fá upplýsingar um verð.
1.430.000kr.
Mánudaga til föstudaga
kl. 11-17
Laugardaga
Opið 11-14 fram að jólum
Sími: 5811400
Copyright © 2023 Verona I KASA vefhönnun