Mateo borðið frá Molteni&C er hannað af einum virtasta hönnuði heims, Vincent Van Duysen. Borðið fæst bæði kringlótt og sporöskjulaga í fjölda útfærslna; með marmaraplötu, lakkað og í við. Hér má sjá efnismöguleika fyrir Mateo borðið https://www.molteni.it/en/product/finish/mateo
Mateo borðið er glæsilegt borðstofuborð sem státar af kringlóttum borðplötum frá 140 til 200 cm í þvermál ásamt sporöskjulaga útfærslum frá 220 upp í 400 cm. Hæð borðsins er 74 cm.
Til er sérstök útgáfa af borðinu fyrir setustofur í hæð 64 cm í eftirfarandi þvermálsstærðum; 105, 120 og 140 cm.
Verð borðsins fer eftir útfærslu og efnisvali. Hafið samband við verslun okkar í Ármúla 17 eða sendið póst á verona@verona.is fyrir verðtilboð.